<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 12, 2006

Gjöf sem gleður lítið hjarta :o)

Í gær fékk ég að henda í eina þvottavél hjá Helgu Dögg þar sem eitthvað vesen hefur verið á minni vél. Notaði tækifærið og fékk útrás fyrir nöldur og sjálfsvorkun í leiðinni ;o) Leið svo dáldið mikið kjánalega í dag þegar Helga mætti upp í vinnu og var búin að kaupa handa mér ótrúlega sætan bol og nýjan maskara. Ég veit ekki alveg hvort ég þori nokkurntímann aftur að fá útrás fyrir pirringi hjá Helgu Dögg :-þ Ég er samt svo ótrúlega ánægð með gjöfina mína að ég er alveg búin að þrífast á þessu í allan dag. Já, það getur sko verið gott að eiga góða vini ;o)

Kveðja, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com