<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Langt um liðið.

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér. Skotta að breima, ég að vinna aukavinnu og nóg af djammi, úfff... held ég þurfi aðeins að fara að róa mig í þessu djammbrölti. Allavegana hætta að láta eins og api þegar ég fer að djamma ;o) hehe...

Páskarnir voru rosa fínir, hafði loksins tíma til að slaka á og klára að þrífa heima hjá mér :-þ

Að sjálfsögðu var ég að djamma á föstudaginn, það var "Ædol" Og Vodafone. Katrín varði titilinn með glæsibrag. Í dag er ég svo að fara í Borgarleikhúsið að sjá einhverja sýningu sem ég veit ekki hvað heitir og veit heldur ekki um hvað hún er. Kemur bara í ljós ;o)

Jæja. Veit ekkert hvað ég á að gera af mér svona eldsnemma á sunnudagsmorgni. Kannski ég steiki pönnsur mmm....

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com