fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Time flies...
Shit, ég var allt í einu að átta mig á því að 9 ára afmæli okkar Jónka er eftir aðeins 12 daga! Vá! Ég er engan veginn að trúa því að við séum búin að vera saman svona lengi. F**k, hvað við erum orðin gömul!!! Þið megið ekki misskilja mig, það er ekki slæmt að vera búin að vera saman svona lengi, það er bara einhvernveginn svo skrýtið að segja að við séum búin að vera saman í 9 ár. Venjulega er fólk búið að gifta sig, komið með börn og búið að kaupa sér íbúð saman eftir svona langan tíma.
Annars er nóg að gera framundan, vinnudjamm á næsta leyti, líklegast tvö, fríhelgi núna um helgina og get ekki alveg ákveðið hvort ég á að fara í Hveró að djamma eða hvort ég á að fara á djammið með Guðnýju, Lísu og Írisi. Þorrablótið sem átti að vera um helgina frestaðist. Svo er Bergþór að halda útskriftarveislu þann 11. febrúar. Hann var að klára sveinsprófið. Til hamingju með það Brósi minn :*
Helga Gamla kveður að sinni.
|
Shit, ég var allt í einu að átta mig á því að 9 ára afmæli okkar Jónka er eftir aðeins 12 daga! Vá! Ég er engan veginn að trúa því að við séum búin að vera saman svona lengi. F**k, hvað við erum orðin gömul!!! Þið megið ekki misskilja mig, það er ekki slæmt að vera búin að vera saman svona lengi, það er bara einhvernveginn svo skrýtið að segja að við séum búin að vera saman í 9 ár. Venjulega er fólk búið að gifta sig, komið með börn og búið að kaupa sér íbúð saman eftir svona langan tíma.
Annars er nóg að gera framundan, vinnudjamm á næsta leyti, líklegast tvö, fríhelgi núna um helgina og get ekki alveg ákveðið hvort ég á að fara í Hveró að djamma eða hvort ég á að fara á djammið með Guðnýju, Lísu og Írisi. Þorrablótið sem átti að vera um helgina frestaðist. Svo er Bergþór að halda útskriftarveislu þann 11. febrúar. Hann var að klára sveinsprófið. Til hamingju með það Brósi minn :*
Helga Gamla kveður að sinni.