<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ég er svo klár.

Ætlaði svo að elda góðan mat handa okkur í kvöld, nautakjöt, einhverjar góðar kartöflur og svona fínerí. Fattaði svo áðan að ég gleymdi að taka kjötið úr frystinum (damn)! Er því að bíða eftir Megavikupizzu núna. Frábært!

Þetta er greinilega "one of those days" þar sem ég fór í fyrsta skipti í dag í rosa fínar, rándýrar, sokkabuxur sem ég keypti mér um daginn, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þær rifnuðu!!! Fyrsta daginn. Og ekki eru þær þröngar, alls ekki. Er frekar pirruð að vera í rifnum sokkabuxum á leiðinni heim að borða pizzu í staðinn fyrir nautasteik :o(

Ég ætla nú samt ekki að röfla of mikið. Það má ekki þegar eru í dag akkúrat 9 ár frá því við Jónki byrjuðum saman. Allar hamingjuóskir eru vel móttækilegar, í gegnum síma eða commenta-kerfið ;o)

Var að fá sms um að ég megi sækja pizzuna mína.

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com