<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 29, 2006

Ritstífla...

Já. Held ég þjáist svei mér þá af einhverri ritstíflu þessa dagana. Grunar samt að hún sé orsökuð af letikastinu sem ég er búin að vera í. Skil ekki hvernig er hægt að vera svona ógeðslega, hrikalega löt! Finnst samt að ég verði að reyna að krunka einhverju út.

Heyrði í Hildi á föstudaginn. Er að deyja úr öfund út í hana. Hún er sko að læra arkitektinn í Kóngsins Köbenhavn.

Heyrði reyndar líka í Árna Karli á föstudaginn. Hann er staddur í Ameríkunni og var að tékka hvernig iPod það væri sem mig langaði í. Jeij, ég er að deyja úr spenningi! Vona að hann hafi keypt fyrir mig iPod :o) Ég veit ekki einu sinni hvenær hann kemur heim, þannig að ég þarf bara að vera þolinmóð.

Er að fara í Hveró á þorrablót hjá fjölskyldunni næstu helgi. Er að hugsa um að fara í Hveró á föstudaginn og vera fram á sunnudag. Það er eitthvað svo langt síðan ég hef haft tíma til að hangsa hjá Thelmu minni. Alveg kominn tími á stelpuhangs, sunnudagsbrunch úr Hverabakaríi og jafnvel Mörtuborgara um kvöldið ;o)

Smá Mín Skoðun hérna í lokin. Mér finnst að fólk með lélegan tónlistarsmekk, fólk sem kýs aðila sem býr í sama landshluta og það sjálft og fólk sem kýs ekki í samræmi við tilgang kosningannar, ætti ekki að fá að taka þátt í símakosningum. Er frekar pirruð á bæði úrslitum Idol og Eurovision undankeppninni.

Kveðja, Helga.
Alveg á röflinu...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com