<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 06, 2006

Gleðilegt nýtt ár!

Þá eru alveg hreint yndisleg jól og áramót yfirstaðin. Þrátt fyrir að það hafi verið dáldið skrýtið að hafa ekki ömmu hjá okkur. Við Jónki fengum alveg fullt af skemmtilegum jólagjöfum og kíktum svo til Adda og Thelmu seint á aðfangadagskvöld eins og er orðið að hefð hjá okkur.

Það var sko alveg nóg af jólaboðum þetta árið þannig að átakið fór alveg fyrir ofan garð og neðan. Enda verður bara byrjað aftur af fullri hörku á mánudaginn ;o)

30. drógum við svo Helgu Dögg og Ingó í partý til Erlu og svo á Sölvakvöld á Hótel Örk. Það var alveg ótrúlega gaman hjá okkur og alveg merkilegt hvað maður hittir marga á þessu kvöldi.

31. fengum við svo nett sjokk þegar flugeldasala Hjálparsveitarinnar í Hveragerði sprakk í loft upp. Sem betur fer sluppu allir nokkurn veginn óskaddaðir þannig að það fór betur en á horfði. Vonandi verða svo allir duglegir að styrkja söfnunina þeirra. Sem minnir mig á að ég ætlaði að vera búin að athuga hvort fólk sé bara að leggja inn á reikning hjá þeim eða hvernig eiginlega söfnunin fer fram.

Við skemmtum okkur svo mjög vel í Reykjavík um áramótin, sem var líka pínu skrýtið þar sem við höfum alltaf verið í Hveró.

Annars erum við bara búin að vera hafa það kósý. Fór í dag í skiptileiðangur með Helgu Dögg og fékk einhvern Eye Toy æfingaleik og The Breakthrough með Mary J Blige fyrir annan Buzz leikinn sem ég fékk í jólagjöf :o) Keypti mér í leiðinni 4 boli og Hjálpum þeim diskinn. Er einmitt að hlusta á MJB núna og verð bara að segja að hún klikkar aldrei. Þúsund þakkir Agnes fyrir að kynna mig fyrir tónlistinni hennar ;o)

Verð líka að segja að mér fannst frekar fyndið að við fengum eitthvað kaffisett frá afa og ömmu í jólagjöf sem við ætluðum bara að skipta. Svo fæ ég allt í einu símtal frá ömmu, bara að tékka hvort ég væri heima, hún ætlaði bara að fá að skipta við mig um pakka. "Uh, já, ok. Nei, en Jónki er heima." Svo kem ég heim og þá bíður mín risastór pakki, fékk í staðinn steikarpott og sparihandklæði. Rosa flott og mig vantaði akkúrat svona pott (fyrir Bayonneskinkuna, sko) þannig að ég þarf eiginlega að hringja í ömmu og tékka hvort hún sé bara með þetta á lager eða hvað ;o)

Allavegana, takk fyrir mig og takk fyrir liðið ár.
Kveðja, Helga Ungfrú Jákvæð ;o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com