<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 25, 2005

Brúmm, brúmm...

Ég var að kaupa mér bíl! Nissan Primera '02 árg. keyrður 67þús km., sjálfskiptur, 4ra dyra. Hann átti að kosta 1290 þús. en var á tilboði á 990 þús.

I´m so happy :D

|

föstudagur, júlí 22, 2005

Loksins...

...drullaðist ég til að laga linkana hérna. Núna á ég bara eftir að reyna að komast að því af hverju í ósköpunum ég get ekki tengt myndavélina mína við tölvuna og hrúgað inn slatta af gömlum og nýrri myndum.

Hálfnað verk þá hafið er ;o)

|

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Myndablogg 


Ì 22 stiga hita i Hverò ì frìinu

Myndina sendi Ég


|
Þá er fríið búið.

Thelma búin að eiga og ég búin að vera að slæpast og hafa það gott. Mér finnst samt pínu spúkí hvað þessi síða er dyntótt. Hvar er t.d. bloggið sem ég skrifaði þegar Thelma átti? Ég var búin að skrifa að lítill prins hefði fæðst 3. júlí á Landspítalanum, 52 cm og 15 merkur. Núna er það hvergi sjáanlegt!

Í fríinu mínu var ég aðallega með mömmu og Thelmu. Við mamma flökkuðum dáldið hérna í bænum og svo var ég mikið hjá Thelmu og litla prinsinum hennar. Btw, hann er algjört krútt, ekkert krumpaður eða neitt svoleiðis og svo sefur hann mjög mikið og er bara góður. Ég fékk að fara með í fyrsta göngutúrinn með Adda og Thelmu og það var bara æðislegt.

Í seinni vikuni fór ég svo og keypti grill svo ég gæti grillað kótilettur handa Jónka á afmælisdeginum hans. Svo bakaði ég líka handa honum afmælisköku með smarties, hlaupböngsum og að sjálfsögðu kertum. Alvöru kaka sko ;o)

Í morgun var ég svo að baka kryddbrauð, en þar sem það var ekki tilbúið þegar ég þurfti að fara að vinna þurfti ég að biðja Hjalta um að fylgjast með því og taka úr ofninum þegar það væri tilbúið. Ég held það hafi bara gengið vel hjá honum, en það kemur betur í ljós þegar ég kem heim ;o)

Svo verð ég bara að bæta því við svona í lokin að ég er að deyja mig langar svo ógeðslega mikið á Þjóðhátíð!

Heyrumst!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com