<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 14, 2005

Yndislegar uppskriftir

Föstudaginn 7. jan. ákvað ég að halda matarboð svo að maturinn sem ég fékk í jólagjöf frá Og Vodafone myndi ekki bara enda í ruslinu. Þetta var rosa fínt og mér fannst þetta ganga bara nokkuð vel miðað við það að ég hef aldrei áður eldað fyrir svona marga (fékk reyndar smá hjálp með brúnuðu kartöflurnar). Við vorum semsagt 7 með mér og Jónka. Mér tókst reyndar að láta reykskynjarann fara í gang, en það var ekki af því að ég hefði skemmt matinn, heldur lak smá gljái af bayonne skinkunni í botninn á ofninum og brann þar. Verð að viðurkenna að þegar ég sá alltíeinu reyk koma úr ofninum brá mér ansi mikið og var því mjög fegin þegar það kom í ljós að ég var ekki búin að eyðileggja matinn ;0)

Annars var ég eitthvað að skoða á netinu hérna í vinnunni og endaði einhvernveginn á einhverri draugasíðu bókasafnsins í Garðabæ, einhver krakkasíða. Það sem mér finnst alveg brilljant, eru þessar yndislegu uppskriftir hérna. Hvernig væri að skella sér á eina könguló? :p

Hvernig spáiði annars Idolinu í kvöld? Er ekki Ylfa bara að rúlla þessu upp? Annars er ég ekki búin að sjá Idolið, horfi bara á það þegar ég kem heim. Gæti samt trúað að litla krúttið, Brynja, sé að rústa þessu. Kemur í ljós.

Heyrumst,
KT.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com