þriðjudagur, janúar 11, 2005
Sagði einhver hrakfallabálkur?
Get ég aldrei lært að þegja? Ég var að kvarta við Sigrúnu frænku yfir því að ég væri stimplaður hrakfallabálkur á síðunni hennar. Alltaf þegar ég nefni eitthvað í þessum dúr, gerist eitthvað. Eins og í síðasta mánuði kvartaði ég við Jónka yfir því að hann gleymdi ljósunum á bílnum. 3 eða 4 dögum seinna gleymdi ég ljósunum á bílnum :-/ Núna var ég að fljúga á hausinn, og þá meina ég fljúga. Ég flaug í hálkunni í tröppunum heima og lenti með herðablaðið og mjöðmina á tröppunum. Ég veit, ég er snillingur ;o) Eina ástæðan fyrir að ég get pikkað á tölvuna núna er verkjatöflur, og nóg af þeim. Talandi um að ég hafi einhvern tímann litið út fyrir að sæta heimilisofbeldi (smá einkahúmor fyrir þá sem til þekkja), þá sýnist mér að þetta muni slá öll met, svona miðað við marið sem er strax byrjað að örla á á bakinu á mér :D
Annars voru jólin og áramótin alveg frábær. Ég ætlaði að skrifa eitthvað um þau, en ég held að verkjatöflurnar séu að hætta að virka þannig að það verður bara að koma seinna, ásamt matarboðinu sem ég hélt á föstudaginn.
Áts,
Tíkin.
|
Get ég aldrei lært að þegja? Ég var að kvarta við Sigrúnu frænku yfir því að ég væri stimplaður hrakfallabálkur á síðunni hennar. Alltaf þegar ég nefni eitthvað í þessum dúr, gerist eitthvað. Eins og í síðasta mánuði kvartaði ég við Jónka yfir því að hann gleymdi ljósunum á bílnum. 3 eða 4 dögum seinna gleymdi ég ljósunum á bílnum :-/ Núna var ég að fljúga á hausinn, og þá meina ég fljúga. Ég flaug í hálkunni í tröppunum heima og lenti með herðablaðið og mjöðmina á tröppunum. Ég veit, ég er snillingur ;o) Eina ástæðan fyrir að ég get pikkað á tölvuna núna er verkjatöflur, og nóg af þeim. Talandi um að ég hafi einhvern tímann litið út fyrir að sæta heimilisofbeldi (smá einkahúmor fyrir þá sem til þekkja), þá sýnist mér að þetta muni slá öll met, svona miðað við marið sem er strax byrjað að örla á á bakinu á mér :D
Annars voru jólin og áramótin alveg frábær. Ég ætlaði að skrifa eitthvað um þau, en ég held að verkjatöflurnar séu að hætta að virka þannig að það verður bara að koma seinna, ásamt matarboðinu sem ég hélt á föstudaginn.
Áts,
Tíkin.