<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 30, 2005

Ég er svo klár ;o)

Haldiði ekki bara að mín hafi farið á kynningu á GSMbloggi hjá Og Vodafone í vikunni og núna er ég farin að browsa netið og skoða leiðbeiningar fyrir CSS style sheet, hvernig á að gera html síðu og hvernig á að setja inn RSS fréttaveitur. Þannig að von bráðar verð ég komin með súper bloggsíðu, eins og alvöru tölvunörd ;0) ´

Á föstudaginn fór ég svo í upphitunarpartý fyrir Glasgow ferðina. Partýið var haldið hjá Mæju og kvöldið endað á Hressó. Ég verð bara að segja að ég hef ekki verið svona svört síðan sautjánhundruð og súrkál. Þetta var svona einkennis fyllerí fyrir mig; smile-ið allan hringinn, talaði mjög hátt, hringdi í fólk og bullaði, bullaði mjög mikið í fólki sem ég þekki varla neitt, bullaði ennþá meira í yfirmönnum (shit), talaði við allt og alla, dansaði, söng (spurning hvort þetta hafi verið söngur eða öskur) , brosti meira og fannst alveg ógeðslega fyndið hvað fólk var sjokkerað yfir bullinu í mér!

Ég var alveg yndislega kærulaus og vitlaus, sem gerist ekki oft, en uppúr því hafði ég að það var stolið frá mér næstum fullum sígarettupakka og þurfti því að kaupa mér nýjan á 800 kr. í Fríðu frænku niðrí bæ. Ef þetta er ekki rán, þá veit ég ekki hvað. Svo gerðist ég aðeins gáfaðri þegar leið á kvöldið og var hætt að drekka c.a. 4 klst. áður en ég fór heim, var bara í vatninu í staðinn og var heldur ekkert þunn í gær, bara virkilega þreytt.

Ég verð allavegana að segja að ef það verður svona gaman í Glasgow ferðinni, þá held ég að ég verði bara að fara að telja niður dagana.

Sjáumst, Tíkin.

25 dagar í Glasgow.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com