fimmtudagur, janúar 13, 2005
Þá eru það blessuð jólin...
Enn og aftur vorum við hjá pabba og mömmu í Hveró á jólunum, að sjálfsögðu ;o) Þetta var voða rólegt og kósí, það vorum við Jónki, Hjörtur (hann fór reyndar á Selfoss eftir matinn), pabbi og mamma og Hjalti. Pabbi var reyndar veikur og fann bara vont bragð af öllum mat, en þá var líka hægt að stríða honum á því að jólasteikin hefði aldrei bragðast betur (he, he.. :)
Ég var nú bara ofboðslega hissa á hvað við fengum mikið af pökkum. Fyndnasta við pakkana var að Addi og Thelma gáfu okkur Jónka Pictionary og við gáfum þeim nákvæmlega það sama. Við Thelma erum svo samstilltar. Eftir að það var búið að opna pakkana var stefnan tekin heim til Adda og Thelmu, eins og hefð er orðin fyrir. Þar var kjaftað, drukkið rauðvín og bjór og borðað nammi. Semsagt, very kósý.
Það óvenjulega við þessi jól var að það voru engin jólaboð á jóladag og aðfangadag. Jólaboðið á aðfangadag féll niður vegna veikinda og svo held ég að boðið á annann hafi verið flutt aðeins til svo að Stebbi og Jóna gætu verið með. En bæði jólaboðin sem ég fór í voru mjög fín, gaman að hitta alla og éta á sig gat ;o)
Á gamlárskvöld vorum við svo í mat hjá pabba og mömmu, eins og venjulega, og ætluðum svo í bæinn í partý hjá Sólveigu. En svo var bæði Heiðin og Þrengslin lokuð þannig að við fórum bara í partý hjá Erlu. Það var rosa stuð á okkur þar og héldum áfram að drekka og kjafta þó svo að Erla væri sofnuð í sófanum.
Ég er búin að vinna núna þannig að ég verð bara að skrifa um matarboðið seinna.
P.S. Ég er farin að verða ansi hrædd um að ég hafi jafnvel brotið aftur upp rifbeinið sem brotnaði fyrir rúmu ári síðan. Vona samt ekki =/
C'ya, Tíkin.
|
Enn og aftur vorum við hjá pabba og mömmu í Hveró á jólunum, að sjálfsögðu ;o) Þetta var voða rólegt og kósí, það vorum við Jónki, Hjörtur (hann fór reyndar á Selfoss eftir matinn), pabbi og mamma og Hjalti. Pabbi var reyndar veikur og fann bara vont bragð af öllum mat, en þá var líka hægt að stríða honum á því að jólasteikin hefði aldrei bragðast betur (he, he.. :)
Ég var nú bara ofboðslega hissa á hvað við fengum mikið af pökkum. Fyndnasta við pakkana var að Addi og Thelma gáfu okkur Jónka Pictionary og við gáfum þeim nákvæmlega það sama. Við Thelma erum svo samstilltar. Eftir að það var búið að opna pakkana var stefnan tekin heim til Adda og Thelmu, eins og hefð er orðin fyrir. Þar var kjaftað, drukkið rauðvín og bjór og borðað nammi. Semsagt, very kósý.
Það óvenjulega við þessi jól var að það voru engin jólaboð á jóladag og aðfangadag. Jólaboðið á aðfangadag féll niður vegna veikinda og svo held ég að boðið á annann hafi verið flutt aðeins til svo að Stebbi og Jóna gætu verið með. En bæði jólaboðin sem ég fór í voru mjög fín, gaman að hitta alla og éta á sig gat ;o)
Á gamlárskvöld vorum við svo í mat hjá pabba og mömmu, eins og venjulega, og ætluðum svo í bæinn í partý hjá Sólveigu. En svo var bæði Heiðin og Þrengslin lokuð þannig að við fórum bara í partý hjá Erlu. Það var rosa stuð á okkur þar og héldum áfram að drekka og kjafta þó svo að Erla væri sofnuð í sófanum.
Ég er búin að vinna núna þannig að ég verð bara að skrifa um matarboðið seinna.
P.S. Ég er farin að verða ansi hrædd um að ég hafi jafnvel brotið aftur upp rifbeinið sem brotnaði fyrir rúmu ári síðan. Vona samt ekki =/
C'ya, Tíkin.