<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég er vinur þinn...

Ég sé það að ég blogga alltof sjaldan. Þegar ég loksins drattast að tölvunni nenni ég varla að skrifa allt sem er búið að ganga á.

Allavegana... Svo ég haldi nú áfram að segja frá Idol-kvöldunum okkar Thelmu, þá vorum við heima hjá pabba og mömmu síðast. Loksins eru áheyrnarprufurnar búnar. Kannski förum við að sjá meira af söng og minna af blaðri. Fyrir utan það, vonandi fáum við að sjá Sólveigu syngja í Austurbæ. Ég held það hafi verið 5. Idol-kvöldið. Annars er ég að vona að við verðum næst bara hérna á Selvogsgötunni. Merkilegt nokk, þá er enginn búinn að sækja um aðild að Idol-klúbbnum okkar :-) Spurning hvort hægt sé að kalla það klúbb ef það eru bara 2... ?

Á föstudaginn hætti ég hjá Netvistun. Því miður gekk þetta ekki upp. Það var nebblega góður mórall þarna og skemmtilegt fólk og mér finnst það skipta mjög miklu máli. Það er þó ekki enn ástæða til að örvænta þar sem ég fór í atvinnuviðtal í gær hjá OgVodafone og á að koma aftur að hitta karlinn á morgun. Vona að það þýði að ég fái vinnuna. Kannski skemmtilegt að segja frá því að þá yrði ég að vinna með 2 frænkum Jónka; Gróu Helgu og Röggu og Sif Sturlu, Sif Jóns, Báru og Þórunni!

Á föstudeginum var stefnan tekin í Hveragerði. Jónki var að lana alla helgina og ég var bara eitthvað að dúllast með Thelmu. Þetta átti reyndar að vera svona stelpu-helgi hjá okkur Thelmu en Thelma greyið náði sér í gubbupest, þannig að við vorum eiginlega bara að horfa á sjónvarpið og kjafta alla helgina, sem var náttúrulega líka mjög fínt.

Þar sem Hjörtur var að gera íbúðina svo fína um helgina ætti ég kannski að íhuga að partýi fljótlega. Læt ykkur vita.

Á leiðinni heim í gær ákváðum við að kíkja á "Framtíðarheimilið" í Smáralind. Mjög áhugaverð sýning og nokkrar mjög skemmtilegar nýjungar eins og t.d. að stinga ryksugubarkanum í samband í vegginn! Þar hittum við Gunna, Breka og mömmu hans Gunna. Reyndar kom mamma hans Gunna rétt á eftir þeim og þegar Gunni var að kynna okkur, sagði hann hver ég væri og kynnti Jónka svo sem: "maðurinn hennar, eða kærasti.., ... eða kannski vinur... " í kjölfarið kom mikið glott. Þeir sem hafa heyrt söguna af því þegar afi Stefán og amma Rósa hittu Jónka í fyrsta skipti ættu að skilja brandarann :o)

P.S. Sólveig, til hamingju með afmælið á laugardaginn.

C'ya. Tíkin.



|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com