<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Dagur 1...

...Byrjaði því miður ekkert alltof vel. Í dag er semsagt fyrsti dagurinn minn á vöktum, þar sem ég er all by myself að svara í símann, á minni eigin tölvu :) . Það er nú samt ekkert slæmt við það, heldur er ég að kafna úr kvefi og með smá hitavellu en þar sem ég er nýbyrjuð hérna þá kann ég ekki við að vera að hringja mig inn veika og geng því þessa dagana á verkjatöflum, hóstamixtúru, vicks kremi, nefspreyi og hálsbrjóstsykri!!! Þegar ég kom síðan í vinnuna þá ætlaði ég aldrei að byrja að geta svarað í símann þar sem það virkuðu ekki allir aðgangs-kóðarnir mínir.

Annars er alveg súperfínt að vinna hérna og er ég að fara í starfsmannapartý á laugardaginn og jólahlaðborð 26. nóv. Svo býðst okkur líka að fá aukavinnu í símaverinu hjá Norðurljósum næstu 3 vikurnar og ætti það nú aldeilis að bjarga jólagjöfunum ;)

Ég var rosalega dugleg um daginn og setti myndir inn á tölvuna, á þá bara eftir að skella þeim á netið og linka þær hérna inn.

Best að fara aftur að vinna.

Tíkin, out.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com