<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 25, 2004

Svefnpurka.

Eins og segir hérna fyrir neðan, þá átti 3. Idol-kvöldið að vera hjá Thelmu. Haldiði ekki bara að ég hafi steinsofnað þegar ég kom heim úr vinnunni og vaknaði ekki fyrr en Thelma hringdi til að athuga hvort ég væri ekki alveg að koma! Thelma var eldsnögg að bregðast við og kom bara með Adda í bæinn til okkar. Ég verð að viðurkenna að ég skammaðist mín frekar mikið.

4. Idol-kvöldið var svo haldið hjá Thelmu ;o) Ég verð nú að segja að mér finnst þeir sýna fullmikið af einhverju blaðri og of lítið af söng.

Á föstudagskvöldið kom svo Hjalti með okkur í bæinn og er búinn að vera hjá okkur alla helgina í góðu yfirlæti; pizza, gos, hamborgari, gos, nammi, gos og video, og já, meira gos.

Á laugardagskvöldinu átti að vera partý, en þar sem svo fáir gátu komist þá frestuðum við þessu enn einu sinni. :o(

Heyrðu já. Á fimmtudaginn sýndi ég líka góða svefnpurku-takta. Eftir að hafa ekki sofið mjög mikið nóttina áður vegna Skottu, ætluðum við Jónki að leggja okkur þegar við komum heim úr vinnunni. Við steinsofnuðum og vöknuðum ekki fyrr en kl 00:30! Þá fórum við framúr og horfðum á sjónvarpið í smástund og fórum svo aftur að sofa :o)

Í kvöld er svo að byrja aftur þættirnir "six feet under" á stöð 2. Síðasta sería endaði mjög spennandi þannig að það er algjört möst að horfa í kvöld.

Jæja. Kaffitíminn er búinn. Best að fara aftur að vinna. Vinnutíkin kveður að sinni.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com