fimmtudagur, október 07, 2004
Partý?
Hvernig er það, er ekki kominn tími til að halda þetta afmælispartý fyrir Jónka sem átti að vera í Júlí? Kannski það verði bara innflutningspartý. Hmm... þetta þarf að skoða.
Hvað á ég eiginlega að gera við hana Skottu mína? Allt í einu fór hún að taka upp á því að sjúga á manni eyrnasneplana. Í byrjun var það bara mjög sætt en svo fór hún að auka þetta og núna má maður ekki setjast í sófann eða leggjast niður, þá er hún komin undir eins. Hún hélt vöku fyrir okkur Jónka í nótt alveg brjáluð að reyna að komast í eyrnasneplana á okkur!
Á morgun er svo Idol-kvöld nr. 2 og vonumst við til að sjá hana Sólveigu núna.
Þriðjudagurinn var einn af biluðustu dögum sem ég hef upplifað í langan tíma. Um morguninn ákvað ég að fara á þarfagreiningu með Jónka. Þarfagreining á bara að taka c.a. 20 mín., en fólkið sem við fórum til þurfti svo mikið að segja okkur frá og sýna okkur að við vorum þarna í 1 1/2 tíma! Þau eru semsagt með nuddstofuna Nudd fyrir heilsuna og konan sem nuddar er læknamiðill. Hún heitir Gerður Benediktsdóttir og ég verð bara að segja að mér fannst hún dáldið merkileg kona. Hún tók mig í greiningu og setti hendurnar á tvo punkta á hægri hendinni á mér og gat svo sagt mér nákvæmlega hvað væri að hrjá mig líkamlega. Hún talaði um það hvernig ég sofna á hægri hliðinni en vakna svo við sársaukann í mjöðminni og hún talaði líka um hausverkinn sem ég er búin að vera að fá æ oftar upp á síðkastið og hversu slæmur hann væri! Hvernig hefði hún átt að vita þetta?
Þegar við komum aftur upp í netvistun í hádeginu, sáum við brunabíl æða framhjá glugganum. Allt í einu voru allir í húsinu komnir út af skrifstofunum sínum og þá ákváðum við að athuga hvað gengi eiginlega á. Þá var bara kviknað í bíl á bílastæðinu! Ótrúlegt.
Eins og þetta væri nú ekki búið að fylla viðburðaskala dagsins, þá duttu símarnir hjá okkur út um 2 leytið. Við nánari athugun var símafyrirtækið búið að flytja símana 2 dögum of snemma og þurftum við því bara í einum grænum að flytja. Netvistun er semsagt flutt í Skúlatún 4. 4. hæð takk fyrir og bara stigar.
Á meðan við vorum að bíða eftir sendiferðabílnum komst ég svo að því að Dóra, kærasta Hemma (annar eigandinn), er frænka mín. Hún er dóttir Eriks, bróður Péturs pabba hennar Dísu. Hún er semsagt barnabarn Billu, systir ömmu Rúrí! Í framhaldi af því samtali kom líka í ljós að Jói Gunni tæknimaður var bekkjarbróðir Marsó í grunnskóla og kannaðist því við Dísu.
Tíkin kveður því í heimspekilegum pælingum um það hvað lífið kemur stöðugt á óvart.
|
Hvernig er það, er ekki kominn tími til að halda þetta afmælispartý fyrir Jónka sem átti að vera í Júlí? Kannski það verði bara innflutningspartý. Hmm... þetta þarf að skoða.
Hvað á ég eiginlega að gera við hana Skottu mína? Allt í einu fór hún að taka upp á því að sjúga á manni eyrnasneplana. Í byrjun var það bara mjög sætt en svo fór hún að auka þetta og núna má maður ekki setjast í sófann eða leggjast niður, þá er hún komin undir eins. Hún hélt vöku fyrir okkur Jónka í nótt alveg brjáluð að reyna að komast í eyrnasneplana á okkur!
Á morgun er svo Idol-kvöld nr. 2 og vonumst við til að sjá hana Sólveigu núna.
Þriðjudagurinn var einn af biluðustu dögum sem ég hef upplifað í langan tíma. Um morguninn ákvað ég að fara á þarfagreiningu með Jónka. Þarfagreining á bara að taka c.a. 20 mín., en fólkið sem við fórum til þurfti svo mikið að segja okkur frá og sýna okkur að við vorum þarna í 1 1/2 tíma! Þau eru semsagt með nuddstofuna Nudd fyrir heilsuna og konan sem nuddar er læknamiðill. Hún heitir Gerður Benediktsdóttir og ég verð bara að segja að mér fannst hún dáldið merkileg kona. Hún tók mig í greiningu og setti hendurnar á tvo punkta á hægri hendinni á mér og gat svo sagt mér nákvæmlega hvað væri að hrjá mig líkamlega. Hún talaði um það hvernig ég sofna á hægri hliðinni en vakna svo við sársaukann í mjöðminni og hún talaði líka um hausverkinn sem ég er búin að vera að fá æ oftar upp á síðkastið og hversu slæmur hann væri! Hvernig hefði hún átt að vita þetta?
Þegar við komum aftur upp í netvistun í hádeginu, sáum við brunabíl æða framhjá glugganum. Allt í einu voru allir í húsinu komnir út af skrifstofunum sínum og þá ákváðum við að athuga hvað gengi eiginlega á. Þá var bara kviknað í bíl á bílastæðinu! Ótrúlegt.
Eins og þetta væri nú ekki búið að fylla viðburðaskala dagsins, þá duttu símarnir hjá okkur út um 2 leytið. Við nánari athugun var símafyrirtækið búið að flytja símana 2 dögum of snemma og þurftum við því bara í einum grænum að flytja. Netvistun er semsagt flutt í Skúlatún 4. 4. hæð takk fyrir og bara stigar.
Á meðan við vorum að bíða eftir sendiferðabílnum komst ég svo að því að Dóra, kærasta Hemma (annar eigandinn), er frænka mín. Hún er dóttir Eriks, bróður Péturs pabba hennar Dísu. Hún er semsagt barnabarn Billu, systir ömmu Rúrí! Í framhaldi af því samtali kom líka í ljós að Jói Gunni tæknimaður var bekkjarbróðir Marsó í grunnskóla og kannaðist því við Dísu.
Tíkin kveður því í heimspekilegum pælingum um það hvað lífið kemur stöðugt á óvart.