<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 20, 2004

Góðan daginn, allann daginn. Jú Sólveig það er alveg fullt að frétta. Þar sem ég er að skrifa þetta niðrí vinnu (ég er að bíða eftir að fara á námskeið í markmiðasetningu) þá verður hlaupið hratt yfir sögu að þessu sinni. Hver veit nema ég bæti svo inn í eyðurnar seinna.

Í sumar var ég að vinna í Eden eins og flestir vita. 1. ágúst fluttum við svo í íbúðina á Selvogsgötunni og 4. ágúst fórum við með pabba og mömmu, Hirti, Bjarneyju og Hjalta til Spánar. Fríið var frábært en nánari ferðasögur og myndir verða að bíða betri tíma. Þegar við komum heim var strax farið í að koma sér fyrir og eru núna aðeins örfáir kassar eftir og svona smá fínpússing.

23. ágúst fengum við hana Skottu litlu og var hún aðeins 700 grömm þegar við fengum hana. Hún var nefnilega nýbúin að vera með magakveisu. Skotta litla er öll að koma til og ekki jafn grindhoruð og þegar við fengum hana en hún er nú samt búin að vera með eitthvað kvef og á fúkkalyfjum.

Í byrjun september fengum við Jónki bæði vinnu hjá Netvistun og gengur það bara nokkuð vel, enn sem komið er allavegana ;o) Endilega kíkið á netvistun.is og sjáið sætu myndirnar af okkur :-)

Núna verð ég að fara. Bæó, Tíkin.

P.S. Ég lofa að verða duglegri að blogga :o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com