<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 29, 2004

GSMblogg prufa
This is a test message
áðéíóúþæö
ÁÐÉÍÓÚÞÆÖ

|
Í minningu um Skugga. Fæddur 19. júní 2003, dáinn 6. júlí 2004.

Elsku litli engillinn minn, ég trúi því varla enn að þú sért farinn. Ég veit að það er ekki hægt að lýsa því með örfáum orðum hversu yndislegur þú varst. Þó langar mig að segja að í hjörtum okkar Jónka ríkir mikill söknuður, en mest af öllu erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér litla hetjan mín. Við viljum trúa því að þú hafir verið lítill engill, sendur af himnum til að færa okkur bros og gleði á erfiðum tímum, því það er svo sannarlega það sem þú gerðir. Þú algjörlega bræddir hjarta mitt með stóru gulu augunum þínum, litla sæta mjálminu þínu og með því að "nebba" mig. Þú munt alltaf, alltaf vera með mér í hjarta mínu. Hvíl í friði elsku engillinn minn.

Mamma.




|

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hjálp. Skuggi er týndur!!!

|

mánudagur, júlí 05, 2004

Afmæli

Ég hef ekki mikinn tíma til að skrifa núna svo ég segi bara það sem segja þarf. Jónki verður 25 ára 13. júlí og af því tilefni verður smá afmælispartý hjá okkur. Partýið verður haldið heima hjá okkur í Hafnarfirðinum laugardaginn 10. júlí, og fyrir þá sem það vilja verður kveikt á grillinu c.a. milli 19 og 21. Við bjóðum uppá meðlætið, þú þarft bara að koma með það sem á að fara á grillið, þ.e. kjöt og kartöflur. Fyrir þá sem mæta í grillið verður boðið upp á fordrykk.

Ef það komast ekki allir í grillið, þá verðum við heima eitthvað frameftir kvöldi. Ef stemmning leyfir verður svo kíkt niðrí bæ eftirá. Endilega látið vita hvort þið kíkið eða ekki. Ef ykkur vantar meiri upplýsingar hafið þá bara samband.

Vonumst til að sjá sem flesta, í stuði ;o)

Bæó, Tíkin.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com