<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 31, 2004

Jæja gott fólk. Þá er ég loksins komin með myndirnar úr Eurovision partýinu hjá Thelmu. Það gæti verið að þið þurfið að sign-a ykkur inn til að skoða þær, en það er alveg ókeypis og tekur bara nokkrar sek.

Jónki babe á að lenda kl. 18:40 og ég ætla að sækja hann á völlinn. Mikið verður nú gott að fá hann heim, það er búið að vera dáldið skrýtið hjá okkur Skugga að hafa allt rúmið útaf fyrir okkur ;) Jónki segist vera búinn að kaupa fullt af gjöfum handa mér (gaman, gaman :).

Fyrir helgi sótti ég um örugglega 6 eða 7 störf og ég vona að það taki ekki allt of langan tíma að fá svör. Annars veit ég að Thelma er að vonast til að ég verði atvinnulaus í nokkra daga í viðbót, svo ég geti hjúkrað henni þegar hún kemur úr sílikoninu ;)

Í morgun vaknaði ég við þvílíkan hávaða að ég bara hrökk upp, það var kominn í heimsókn í stofugluggann þessi líka RISASTÓRI GEITUNGUR. Ég leit fram og þá var Skuggi að gera sig líklegan til að leika sér að honum og hann var alveg við það að lemja geitunginn þegar ég kallaði á hann að koma inn í herbergi. Þarna vorum við, 2 fangar í svefnherberginu þegar ég ákvað að gerast hetja og hlaupa framm og ná í lyklana mína. Því næst fór ég út um svalarhurðina, opnaði útidyrahurðina og forðaði mér aftur í öruggt skjól í svefnherberginu. Eftir smá stund var ég alveg að pissa í buxurnar, svo ég neyddist til að kíkja fram. Ég held að ég hafi staðið í hurðinni í svona 5 mín. áður en ég þorði fram. Ég sé það núna að það er alveg ómögulegt að hafa ekki Thelmu býflugna- og geitungabana í nágrenninu!

Jæja, nú verð ég að helda áfram, fara í sturtu og svona. C ya, Tíkin.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com