<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 14, 2004

Haallló Hafnarfjörður! Þá eru prófin loksins búin :o) !!! Síðasta prófið var í dag og var það í markaðsfræði. Haldiði ekki bara að mín hafi bara rúllað þessu upp just like that! Eftir mörg kvíðaköst og mikla stress tengda vöðvabólgu fór ég í prófið í morgun og lenti bara í vandræðum með 1 spurningu af 10. Ég hlýt að fá a.m.k. 6. Til að verðlauna sjálfa mig fyrir framúrskarandi árangur fór ég og keypti 1 flösku af uppáhalds rauðvíninu mínu. Ég er að hugsa um að fá mér kannski líka eitthvað gott að borða með flöskunni ;o)

Iðnskólinn verður með sýningu á verkum hönnunarnema 23. til 31. maí og þar verða 3 verk eftir mig, þannig að þú lesandi góður verður að kíkja á sýninguna. Hún verður haldin í Iðnskólanum og hægt er að fá meiri upplýsingar á heimasíðu skólans.

Þá er komið að því að huga að úrbótum í atvinnumálum. Ég er officially að fara eftir helgi að skrá mig á atvinnuleysisbætur, svo ef þú heyrir af góðu starfi fyrir mig þá vinsamlegast láttu mig vita :-)

Á morgun fer ég svo í smá eurovision partý hjá Thelmu og þar verður prufukeyrður eurovision drykkjuleikurinn!!! Einhvernveginn læðist að mér sá grunur að fólk gæti endað mjög drukkið og jafnvel ekki munað eftir úrslitunum :-/ Nei, nei. Enga vitleysu hér við erum öll nógu þroskuð til að drekka ekki frá okkur allt vit og rænu (eða hvað ?).

Jæja, þá er ég farin að skella sumardekkjunum undir kaggann. Bæó, Tíkin ;o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com