<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 27, 2004

Góðan daginn allir saman. Hmmm... hvar á ég að byrja... . Ok, fór á sýninguna í skólanum á sunnudaginn og var mjög ánægð með útkomuna. Það er mikið, mikið af flottum hlutum þarna. Mikið af hæfileikum. Eru ekki örugglega allir búnir að kíkja? Ef ekki Þá er síðasti sýningardagur á mánudaginn, svo nú er bara að drífa sig.

Í gær fór ég svo á Pixies tónleika með Sólveigu, Sigrúnu og Soffíu Helgu. Þetta voru frábærir tónleikar, fannst þeir reyndar í styttra laginu en það er kannski ekkert að marka þar sem ég mætti svo seint. Ég rétt náði að hlaupa inn þegar Pixies var að byrja þar sem ég þurfti að vinna. Já ég var að vinna. Það er farið að líta út fyrir að æðislega langa, frjálsa, leti helgin mín fari bara í vinnu!!! :( Virku dagarnir á Domino´s og helgin í Eden. Ég verð að viðurkenna að ég verð mjög fegin að losna frá Domino´s þar sem ég er gjörsamlega búin að fá topp nóg af þessari endalausu helgarvinnu ár eftir ár. Ég er líka að hætta í Eden en það er allt annað mál. Þó svo að ég sé komin með ógeð á vinnutímanum, þá hafa þau í Eden alltaf reynst mér svo ómetanlega vel. Ég á kannski ekki eftir að sakna starfsins sjálfs neitt brjálæðislega mikið, en ég á svo sannarlega eftir að sakna fólksins og starfsandans. Jæja, þetta er nú farið að vera dáldið væmið hjá mér, uhumm.. tölum um eitthvað annað.

Þá er Jónki farinn til Búdapest. Ég keyrði hann uppá flugvöll í morgun og labbaði með honum inn. Þegar hann var kominn í röðina var ég alvarlega farin að íhuga hvort ég kæmist fyrir í töskunni hjá honum. Það var ótrúlega erfitt að fara aftur heim... ...ein. Svo að ef þú lest þetta á einhverju netkaffi þarna úti, þá langar mig bara að segja; góða skemmtun ástin mín. Ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið um helgina ;*

Hvernig ætli maður segi bless á Ungversku? Tíkin ;o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com