þriðjudagur, desember 15, 2009
Heili á hásuðu.
Líður í alvöru eins og það rjúki úr hausnum á mér... en það eru bara 2 dagar eftir!!! Það eina sem kemst að í hausnum á mér akkúrat núna, er hvað ég ætla að sofa rosalega mikið um helgina, helst bara alla helgina! haha
Skemmtileg mantra; 2 dagar eftir, svefn um helgina, 2 dagar eftir, svefn um helgina... ;)
Sjáumst hress, eftir 2 DAGA!
Helga
|
Líður í alvöru eins og það rjúki úr hausnum á mér... en það eru bara 2 dagar eftir!!! Það eina sem kemst að í hausnum á mér akkúrat núna, er hvað ég ætla að sofa rosalega mikið um helgina, helst bara alla helgina! haha
Skemmtileg mantra; 2 dagar eftir, svefn um helgina, 2 dagar eftir, svefn um helgina... ;)
Sjáumst hress, eftir 2 DAGA!
Helga
þriðjudagur, desember 01, 2009
Smá lærdóms pása...
Ég elska Urban Outfitters! Get auðveldlega gleymt mér tímunum saman við að skoða úrvalið á vef-verslun þeirra. En þar sem ég hef nú ekki tíma fyrir of mikið slugs, þá leyfði ég mér bara nokkrar mínútur í að skoða í þetta skiptið. Varð að deila með ykkur þessum ótrúlega fallegu hlutum sem ég var að dást að...
Ef ég kynni að sauma, þá væri ekki leiðinlegt að eiga svona fallega vél... verst að ég kann ekki að sauma...
Loksins falleg og nett digital vél!
Veit ekki alveg hvort að ég sé bara með lame húmor eða hvað, en mér finnst þessi sturtuhetta dásamleg!
Eeenn... þó það sé gaman að skoða fallega, skemmtilega og á köflum fyndna hluti, þá þarf ég víst að halda áfram að lesa um Bresk stjórnmál...
Sjáumst eftir prófin..?!
Helga
|
Ég elska Urban Outfitters! Get auðveldlega gleymt mér tímunum saman við að skoða úrvalið á vef-verslun þeirra. En þar sem ég hef nú ekki tíma fyrir of mikið slugs, þá leyfði ég mér bara nokkrar mínútur í að skoða í þetta skiptið. Varð að deila með ykkur þessum ótrúlega fallegu hlutum sem ég var að dást að...
Ef ég kynni að sauma, þá væri ekki leiðinlegt að eiga svona fallega vél... verst að ég kann ekki að sauma...
Loksins falleg og nett digital vél!
Veit ekki alveg hvort að ég sé bara með lame húmor eða hvað, en mér finnst þessi sturtuhetta dásamleg!
Eeenn... þó það sé gaman að skoða fallega, skemmtilega og á köflum fyndna hluti, þá þarf ég víst að halda áfram að lesa um Bresk stjórnmál...
Sjáumst eftir prófin..?!
Helga