þriðjudagur, júlí 14, 2009
|mánudagur, júlí 13, 2009
Reynum þetta...
Eitthvað er nú langt síðan ég hef hent inn einhverjum línum hér af viti...
Ég er víst á leiðinni í skóla..! Borgaði staðfestingagjaldið í HÍ í dag. Held að ég sé engan vegin að átta mig á hvað ég er að fara út í, en þetta verður nú bara spennandi... held ég...
Er allt í einu farin að gera ógurlega verðsamanburði og kaupi það ódýrasta af öllu. Meira að segja sinnepi. Er reyndar ekki svo viss um að 20 krónurnar sem ég sparaði þar hafi verið mikil "kostakaup" þar sem ég hef aldrei á ævinni séð jafn þunnt sinnep. Ekki kaupa ykkur Bónus sinnep framleitt af Vogabæ. Getið alveg eins eytt 20 krónum meira í danska sinnepið og þynnt það sjálf út með vatni. Fáið þá að minnsta kosti meira fyrir peninginn.
Er meira að segja farin að gera "verðsamanburði" á útilegum, bústaðarferðum og skemmtunum sumarsins. Held bara að ég hafi aldrei gert það áður. Finnst það samt bara fyndið og kvarta ekki. Þigg bara í staðinn fríkeypis hluti hjá foreldrunum eins og krydd, tuskur, moppu og fleira í þeim dúr. Er viss um að ég sparaði mér fullt af pening þar. Kosturinn við að vera alltaf að spara og finna ódýrustu leiðina, eða ódýrasta hlutinn, er hvað ég er alltaf ánægð með sjálfa mig, að ná að vera svona séð... haha
Julie er búin að staðfesta komu sína í ágúst. Hlakka mikið til að sjá hana. Finnst svo gaman að fá að leika "guide" og rölta um bæinn með túrista og enn betra ef ég kemst með þeim út á land! Ég er lúði, ég veit, en ég elska fallega landið mitt og finnst fátt skemmtilegra en að fá að sýna góðum vinum uppáhalds staðina mína.
Julie er sem sagt stúlka frá Canada sem við Ósk kynntumst í Rishikesh á Indlandi. Ósk og Julie voru saman í yoga tímum, en Julie er sjálf yoga kennari í Canada.
Ég er búin að hafa fullt að gera í Reiki (heilun) frá því ég kom heim, en hef reyndar ekkert verið að standa mig í yoganu... kannski maður nýti tækifærið þegar Julie kemur og taki smá upprifjun... ;)
Annars er ekki svo mikið að frétta af mér. Stend mig alltaf vel í partýum og almennum hressleika, en náði svo að koma sjálfri mér á óvart síðustu helgi og standa mig vel í golfi! Tók einn hring með familíunni. Var viss um að ég yrði mér til skammar á vellinum, hélt að mín íþrótt væri glasalyftingar, en rúllaði þessu svo bara upp! Var sérdeilis kát með sjálfa mig haha
En jæja, nóg af gleði og hamingju í bili. Ætla að fara að reyna að sannfæra sjálfa mig um að það sé kvöld, þrátt fyrir glampandi sól inn um gluggana...
Luv,
Helga x
|
Eitthvað er nú langt síðan ég hef hent inn einhverjum línum hér af viti...
Ég er víst á leiðinni í skóla..! Borgaði staðfestingagjaldið í HÍ í dag. Held að ég sé engan vegin að átta mig á hvað ég er að fara út í, en þetta verður nú bara spennandi... held ég...
Er allt í einu farin að gera ógurlega verðsamanburði og kaupi það ódýrasta af öllu. Meira að segja sinnepi. Er reyndar ekki svo viss um að 20 krónurnar sem ég sparaði þar hafi verið mikil "kostakaup" þar sem ég hef aldrei á ævinni séð jafn þunnt sinnep. Ekki kaupa ykkur Bónus sinnep framleitt af Vogabæ. Getið alveg eins eytt 20 krónum meira í danska sinnepið og þynnt það sjálf út með vatni. Fáið þá að minnsta kosti meira fyrir peninginn.
Er meira að segja farin að gera "verðsamanburði" á útilegum, bústaðarferðum og skemmtunum sumarsins. Held bara að ég hafi aldrei gert það áður. Finnst það samt bara fyndið og kvarta ekki. Þigg bara í staðinn fríkeypis hluti hjá foreldrunum eins og krydd, tuskur, moppu og fleira í þeim dúr. Er viss um að ég sparaði mér fullt af pening þar. Kosturinn við að vera alltaf að spara og finna ódýrustu leiðina, eða ódýrasta hlutinn, er hvað ég er alltaf ánægð með sjálfa mig, að ná að vera svona séð... haha
Julie er búin að staðfesta komu sína í ágúst. Hlakka mikið til að sjá hana. Finnst svo gaman að fá að leika "guide" og rölta um bæinn með túrista og enn betra ef ég kemst með þeim út á land! Ég er lúði, ég veit, en ég elska fallega landið mitt og finnst fátt skemmtilegra en að fá að sýna góðum vinum uppáhalds staðina mína.
Julie er sem sagt stúlka frá Canada sem við Ósk kynntumst í Rishikesh á Indlandi. Ósk og Julie voru saman í yoga tímum, en Julie er sjálf yoga kennari í Canada.
Ég er búin að hafa fullt að gera í Reiki (heilun) frá því ég kom heim, en hef reyndar ekkert verið að standa mig í yoganu... kannski maður nýti tækifærið þegar Julie kemur og taki smá upprifjun... ;)
Annars er ekki svo mikið að frétta af mér. Stend mig alltaf vel í partýum og almennum hressleika, en náði svo að koma sjálfri mér á óvart síðustu helgi og standa mig vel í golfi! Tók einn hring með familíunni. Var viss um að ég yrði mér til skammar á vellinum, hélt að mín íþrótt væri glasalyftingar, en rúllaði þessu svo bara upp! Var sérdeilis kát með sjálfa mig haha
En jæja, nóg af gleði og hamingju í bili. Ætla að fara að reyna að sannfæra sjálfa mig um að það sé kvöld, þrátt fyrir glampandi sól inn um gluggana...
Luv,
Helga x