sunnudagur, október 05, 2008
4 vikur!
Í dag eru 4 vikur í að ég fljúgi til Peking. Planið er að eyða 3-4 vikum í að ferðast landleiðina frá Peking niður í Yunnan hérað og eyða þar einhverjum tíma. Þaðan höldum við svo niður að landamærunum og yfir til Laos. Í augnablikinu er þetta eina planið þar sem okkur finnst besta planið að vera með ekkert plan... =)
Nú er ég flutt til Atla og er á fullu í að ganga frá lausum endum áður en ég fer á flakk. Það er því nóg að gera hjá mér næstu 4 vikurnar, en ég ætla nú samt að reyna að gefa mér einhvern tíma í heimsóknir og hittinga áður en ég fer.
Verð að viðurkenna að það er dálítið skrýtið að búa allt í einu bara með nauðsynjar og vera búin að selja og/eða gefa öll húsgögnin mín. Gaf meira að segja sjónvarpið mitt. Á einhvern hátt finn ég á sama tíma til léttis. Held það sé bara ágætt að gera svona góða upphreinsun á veraldlegum eignum... :)
Jæja, nóg að gera. Meira síðar.
Kv. Helga.
|
Í dag eru 4 vikur í að ég fljúgi til Peking. Planið er að eyða 3-4 vikum í að ferðast landleiðina frá Peking niður í Yunnan hérað og eyða þar einhverjum tíma. Þaðan höldum við svo niður að landamærunum og yfir til Laos. Í augnablikinu er þetta eina planið þar sem okkur finnst besta planið að vera með ekkert plan... =)
Nú er ég flutt til Atla og er á fullu í að ganga frá lausum endum áður en ég fer á flakk. Það er því nóg að gera hjá mér næstu 4 vikurnar, en ég ætla nú samt að reyna að gefa mér einhvern tíma í heimsóknir og hittinga áður en ég fer.
Verð að viðurkenna að það er dálítið skrýtið að búa allt í einu bara með nauðsynjar og vera búin að selja og/eða gefa öll húsgögnin mín. Gaf meira að segja sjónvarpið mitt. Á einhvern hátt finn ég á sama tíma til léttis. Held það sé bara ágætt að gera svona góða upphreinsun á veraldlegum eignum... :)
Jæja, nóg að gera. Meira síðar.
Kv. Helga.