sunnudagur, maí 04, 2008
Allt að gerast
Já, það er enn brjálað að gera í vinnunni, en á morgun kemur inn sumarstarfsmaðurinn okkar sem verður settur beint í að hjálpa mér. Vona því að það verði bara nokkrir dagar af geðveiki í viðbót á meðan við mössum niður verkefnin, svo verði allt komið á rétt ról... vonandi.
Myndasíðan er loksins komin upp og ég byrjuð að setja inn myndir. Ekki mikið komið inn ennþá, en ég er að setja inn myndirnar frá Thailandi og Malasíu núna.
Fer á morgun í langþráða klippingu. Er að hugsa um einhverja stóra breytingu fyrir sumarið. Sjáum hvað gerist, ég er amk mjög spennt ;)
Bara 12 dagar í Alicante. Get ekki beðið eftir að fara að kafa. Ætla klárlega að kafa með þessum:
En annars er ég að vonast til að ná að kafa hérna heima næstu helgi. Þurftum að fresta köfuninni um daginn. Var svo að fá Open Waters köfunarskírteinið mitt í pósti. Á núna bara eftir að fá Advanced skírteinið sent :)
Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að selja bílinn í sumar og gerast bíllaus... Þarf að pæla svolítið í þessu...
Heyrumst,
Helga.
|
Já, það er enn brjálað að gera í vinnunni, en á morgun kemur inn sumarstarfsmaðurinn okkar sem verður settur beint í að hjálpa mér. Vona því að það verði bara nokkrir dagar af geðveiki í viðbót á meðan við mössum niður verkefnin, svo verði allt komið á rétt ról... vonandi.
Myndasíðan er loksins komin upp og ég byrjuð að setja inn myndir. Ekki mikið komið inn ennþá, en ég er að setja inn myndirnar frá Thailandi og Malasíu núna.
Fer á morgun í langþráða klippingu. Er að hugsa um einhverja stóra breytingu fyrir sumarið. Sjáum hvað gerist, ég er amk mjög spennt ;)
Bara 12 dagar í Alicante. Get ekki beðið eftir að fara að kafa. Ætla klárlega að kafa með þessum:
En annars er ég að vonast til að ná að kafa hérna heima næstu helgi. Þurftum að fresta köfuninni um daginn. Var svo að fá Open Waters köfunarskírteinið mitt í pósti. Á núna bara eftir að fá Advanced skírteinið sent :)
Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að selja bílinn í sumar og gerast bíllaus... Þarf að pæla svolítið í þessu...
Heyrumst,
Helga.